Þessar haustlegu myndir ylja svifflugsmönnum eflaust um hjartarætur, þótt ímynda megi sér að kul hafi verið í lofti. Þær eru teknar 6. október í frábæru veðri og félagsskapurinn góður. Arngrímur Jóhannsson togaði Blanik-ina í loftið en Baldur Jónsson svifflugkennari flaug síðan með Kristínu Hjartardóttur frá Melgerðismelum til Akureyrar. Á einni mynd má sjá aðflug við Akureyrarflugvöll en lent var á flughlaðinu við flugstöðina, sem má teljast sérstakt. Á neðstu mynd eru Baldur, Arngrímur og Skúli Sigurðarson. Kristín Hjartardóttir tók myndirnar.