Markmið startliðs voru ákveðin: Tryggja gott flugveður eftir föngum og sjá um að nýgræðingur á Sandskeiði fengi næga vætu.
Skiptust því á skin og skúrir.
1.07 Flug. Óli kom með félaga sinn og fóru þeir á Cinu. Doktorinn kvað þá vera glænæpulega klædda enda komu þeir fljótlega niður.
Doktorinn fór með Ásu Þórisdóttur í flug. Meðan á fluginu stóð kom að því að vökva þyrfti nýgræðinginn – það fór að rigna -.
Sverrir kom í vortékk og þar sem hann flýgur að jafnaði ekki skemur en þriggja tíma flug var yngsti kennarinn á staðnum - Óli - fenginn til að fara með honum. En þrátt fyrir meira en 50 ára flugreynslu þeirra urðu þeir skammfleygir – vökva þurfti nýgræðinginn-.
2.07 Við mælingu á rakastigi á Sandskeiði kom í ljós að ekki var þörf fyrri frekari úrkomu að sinni. Veður var þurrt og blásandi.
Flug Danni tók að sér Cið og flaug með afkomendur Þóris í annan og þriðja lið. Fulltrúi Seðlabankans Hallgrímur kom í vortékk. Var ákveðið að formaður SFÍ færi með honum þar sem viðstöddum var ljóst að gott lyft myndir gagnast til hækkunar á gengi hinnar íslensku krónu.
Sverrir fór í flug á Dimonunni og þar sem bensín er dýrt flaug hann í tvo tíma í hangflug án mótors.
Doktorinn og Danni komu síðan til baka síðla dags. Töldu þeir sig hafa þverað landið – eða um það bil – og kastað kveðju á nokkrar tröllkonur á sunnanverðu hálendinu, kváðu þeir þær nú flestar nokkuð við aldur.
Síðar um daginn gekk í allhvassa sunnan átt og um kvöldið var ekki veður til flugs.
4.07 Í ljós kom að vökva þurfti gróður á Sandskeiði og því féll flug niður.
Athygli þeirra sem þetta kunna að lesa er vakin á því að ýmislegt kann hér að vera ofsagt, vansagt eða missagt enda loggari ekki af ætt Ara hins fróða.
Loggari mun ekki svara aðfinnslum eða koma fram í fjölmiðlum næstu daga til að draga ekki athygli frá málefnum Íbúðalánasjóðs.