Vikan 2 - 8 júlí

 
 
Í vikunni var lítið um langflug, helst að Gylfi M var í tæpa 5 tíma á þriðjudeginum og Kristin P í rúma 3 tíma á miðvikudag
Ásgeir H.Bjarnason kom á Sandskeið í byrjun vikunar fór í útsýnisflug á DuoDiscusT og þar með kviknaði í gömlum svifflugs áhuga og á næstu dögun rifjaði hann upp hæfni og er nú farinn að fljúa sóló og notar ýmist spil eða flugtog. 
 
Fyrri hluti vikunar var ágætur til kennslu og voru farinn svona 15 kennsluflug á kvöldi en á föstudegi datt í ekkert flugveður, að undan skyldu að TF-SAA dimona var notu eitthvað smávegis.
Gunnar Artúrsson kom á TF-TOG um mánaðar mótin júní júlí þegar UnnaGunna var í 50 tíma skoðun og verið var að setja nýjan vír á báðar vírtromlur 1200 metrarlangan, verk sem EinarR og Helgi Har gerðu , það voru á fjórðatug flugtoga sem TOGið flaug og bjargaði hann þeim dögum, svo sannarlega. 
 
Tómas hefur verið að breyta vatnsfarveg svo að viðbótin á austuenda 300 metra lang,fái frið á vorinn, búið er að sá grasfræi í viðbótina og reyndar farið að nota hana óbeint, því að hún hefur verið öryggissvæði og í lendingum snert nálægt brautarenda og stutt þurft að ýta Cinu fyrir næsta start.
Flugturnin Keyrandi hefur sannarlega reynst frábærlega og í hringum hann og í honum ávallt mannfjöldi.
Þ.I.