Orðið „vætusamt“ lýsir vikunni ágætlega. Vonandi fer að rætast úr veðrinu sem hefur verið milt og þægilegt en hálf ónýtt til svifflugs það sem af er sumri.
Á miðvikudag var þó flogið á SAS með nýyfirhalaða skrúfu, sem hefur aldrei verið betri. Einar Ragnarsson og Stefán Sigurðsson flugu í góðri bylgju í 5000 fetum. Eins svifu Karl Norðdahl, Óli Gíslason og Benedikt Ragnarsson á SAC.
Þess má geta til gamans að hress hópur eldri borgara staldraði við á laugardeginum, skoðaði svifflugur og leist vel á flugflotann.
Kveðja, Ída