Svifflugskírteini og viðhald réttinda í svifflugi

Um viðhald réttinda svifflugmanns

Svifflugskírteini / Sailplane Pilot Licence SPL


Til að fá útgefið skírteini svifflugmanns SPL (Part-SFCL) þarf að ljúka bóklegu og verklegu námi hjá flugskóla sem hefur heimild til þjálfunar nemenda í svifflugi. Að loknu bóklegu námi hjá flugskóla þarf að standast bókleg próf hjá Samgöngustofu. 

Svifflugsnemi þarf að vera handhafi a.m.k. 2.flokks heilbrigðisvottorðs og orðinn 14 ára gamall áður en hann fer í sitt fyrsta fyrsta einflug. Hann þarf að vera orðinn 16 ára gamall til að fá útgefið svifflugskírteini.

Próf í bóklegri þekkingu

Umsækjendur um flugmannsskírteini fyrir loftbelgi, skírteini svifflugmanns eða einkaflugmannsskírteini þurfa að ljúka prófunum með 75% árangri að lágmarki í hverri námsgrein. Próf í bóklegu námi fer fram samkvæmt útgefinni námsskrá sem inniheldur níu próffög.
a) almennar námsgreinar:

  • Lög og reglur um loftferðir
  • Mannleg geta
  • Veðurfræði
  • Fjarskipti

b) sérstakar námsgreinar er lúta að mismunandi gerðum loftfara:

  • Flugfræði
  • Verklagsreglur í flugi
  • Afkastageta og áætlanagerð
  • Almenn þekking á loftförum
  • Flugleiðsaga

Próftakar

  • hafa 18 mánuði til að ljúka prófunum talið frá enda þess mánaðar sem fyrsta próf var þreytt
  • fá að hámarki fjórar tilraunir í hverju próffagi

Að loknu bóklegu prófi

Hefur nemandi 24 mánuði til að

  • ljúka verklegu námi
  • standast verklegt færnipróf með prófdómara
  • Þeir sem ekki fullnægja einhverjum framangreindra skilyrða þurfa að fá endurþjálfun hjá flugskóla og endurtaka bókleg próf Samgöngustofu.
Nánari upplýsingar
 


Réttindi svifflugmanns (Part-SFCL)


Réttindi handhafa skírteini svifflugmanns eru að stjórna svifflugum án þess að taka greiðslu fyrir.

Til að mega flytja farþega þurfa flugmenn að hafa lokið eftirfarandi:

  • 10 klst. fartíma eða 30 stört/flugtök og lendingar sem flugstjóri á svif- eða ferðavélsvifflugu eins og við á eftir útgáfu skírteinisins, og
  • Eitt æfingarflug með kennara á svifflugu til að sanna hæfni.
  • Kennari eða prófdómari, eins og við á skulu kvitta í logbók flugmanns að afloknu flugi.

Til að viðhalda réttindum til að fljúga með farþega á svifflugu þurfa flugmenn að hafa lokið eftirfarandi sem flugstjórar (PIC):

  • 3 flugtök og lendingar á síðustu 90 dögum á svifflugu, ekki TMG.

Til að viðhalda réttindum til að fljúga með farþega á TMG þurfa flugmenn að hafa lokið eftirfarandi sem flugstjórar (PIC):

  • 3 flugtök og lendingar á síðustu 90 dögum á TMG, þar af skal 1 flugtak og lending vera á nóttu ef ætlað er að fljúga með farþega að nóttu til.

  • Flugmaður með kennara eða prófdómara um borð eru ekki skilgreindir sem farþegar þegar ljúka þarf eitt eða fleiri flug vegna krafna um viðhald farþegaréttinda.

Til að viðhalda réttindum fyrir svifflugur

  • þarf skírteinishafi að hafa lokið á síðustu 24 mánuðum á svifflugu, ekki TMG; að minnsta kosti:

    5 klst. fartímum, þ.m.t. 15 flugtök sem flugstjóri eða með kennara eða undir leiðsögn kennara, og
  • tveimur þjálfunarflugum með flugkennara á svifflugu (amk eitt á hverju vori).
    eða
  • standast hæfnipróf með prófdómara.

Til að viðhalda réttindum fyrir ferðavélsvifflugur (TMG)

þarf skírteinishafi að hafa lokið á síðustu 24 mánuðum á TMG:

  • að minnsta kosti 12 klst. fartímum sem flugstjóri, með kennara eða undir leiðsögn kennara, og
  • þar af a.m.k 6 klst. fartímum og 12 flugtök og lendingar á TMG, ásamt einu þjálfunarflugi með flugkennara sem þarf að vera að lágmarki 1 klukkustund.
    eða
  • standast hæfnipróf með prófdómara á TMG. 

  • Flugmaður sem er handhafi flugmannskírteinis Part-FCL með einshreyfilsáritun (SEP) og áritunar fyrir ferðavélsvifflugu (TMG) geta uppfyllt framangreindar kröfur í hvorum flokknum sem er eða sambland af þessu og fengið framlengingu á báðum áritunum.
     
  • 6 klst. af 12 klst. má framkvæma á svifflugu sem er ekki TMG til að viðhalda TMG réttindum.

Flugtaksaðferð

Ný réttindi:

  • Spilstart: 10 stört með kennara og 5 stört í einflugi undir umsjón kennara.
  • Flugtog og sjálfstart (self-launch): 5 stört með kennara og 5 stört í einflugi undir umsjón kennara. 
  • Fyrir sjálfstart má framkvæma 5 flugtök með kennara á TMG.
  • Nýrri flugtaksaðferð skal vera staðfest í logbók af yfirkennara eða kennara sem ábyrgist þjálfun.

Viðhald réttinda í flugtaksaðferð:

  • Á síðustu 24 mánuðum lokið:
  • a.m.k. 5 stört í flugtaksaðferð
  • Fyrir sjálfstart má framkvæma flugtök á TMG eða sameina fjölda á TMG og sjálfstartandi svifflugu til að uppfylla kröfu.

Viðhald kennaraáritunar / FI(S)

Innan 3 ára, lokið:

  • Upprifjunarnámskeið kennara fyrir svifflug, og a.m.k.
  • 30 klst. eða 60 flugtök og lendingar sem kennari.
  • Innan 9 ára (þriða hverja endurnýjun):
  • Sýnt fram á hæfni til kennslu með kennara sem uppfyllir kröfur fyrir FI(S) kennsluréttinda sem er útnefndur af yfirkennara ATO/DTO.
    eða
  • Upprifjunarnámskeið og hæfnismat með prófdómara

Flugtogsáritun (Sailplane Towing)

 
• Flugmaður þarf að vera handhafi flugskírteinis með réttindi á viðkomandi flugvél eða TMG og til að fá útgefna áritun í skírteini þarf flugmaður að hafa lokið:
• a.m.k. 30 klst sem flugstjóri (PIC) og 60 flugtök og lendingar sem eru framkvæmd eftir útgáfu skírteinis á viðkomandi gerð loftfars sem toga skal á (flugvél eða TMG)
•  Lokið þjálfunarnámskeiði hjá samþykktu ATO/DTO þ.m.t.: 
      • bókleg kennsla í starfrækslu og verklagi við flugtog, og 
      • a.m.k. 10 kennsluflug í að toga svifflugu, þ.m.t. a.m.k. 5 togflug með kennara, og 
      • 5 kynnisflug á svifflugu sem er komið á loft af loftfari en þetta varðar ekki handhafa svifflugskírteinis.
 
Viðhald réttinda fyrir Togflugmenn
 
• Á s.l. 24 mánuðum, ljúka
 • a.m.k. 5 flugtog.
 • Ef flugmaður uppfyllir ekki kröfur skal framkvæma 5 eða viðbótarfjölda togfluga með kennara eða í einflugi undir umsjón kennara til að endurnýja réttindin.