Um innskráningu

Einhverjir hafa verið í vandræðum með að skrá sig inn á vefinn hérna á svifflug.com. Vefurinn var settur upp 2006 og er kominn nokkuð til ára sinna en honum hefur ekki verið haldið við eða uppfærður undanfarin ár. Innskráning með Microsoft Edge, Microsoft Internet Explorer og Firefox hefur verið prófuð og hefur gengið. Þessar innskráningar hafa verið á tövlum með Windows 10. Mælt er með því að notuð sé sem nýjust útgáfa af stýrikerfi og vafra (browser) til að draga úr líkunum á vandamálum. Það er vel þegið að fá póst til fridjonb@hotmail.com frá þeim sem ekki komast inn, með upplýsingum um stýrikerfi og vafra ásamt upplýsingum um villuboð ef einhver eru.
Uppfært 10.9.2020: Það hafa verið vandamál með Google Chrome og Android. Við erum að skoða málið og leita lausnar. Þakka þær ábendingar sem komið hafa frá félögum.