Það er sjálfsagt að minna á að Flughátíð Flugmálafélags Íslands verður haldin á flugvellinum á Hellu um helgina, 4. til 6. júlí. Í ár verður lögð áhersla á að flugáhugamenn fái að kynnast öðrum sviðum flugsins. Á dagskrá verður flugleitarkeppni, þyrluútsýnisflug, karamellukast, fisflugmenn munu bjóða einkaflugmönnum í flug og fleira. Hægt er að tjalda og á laugardagskvöldi verður grillveisla.
NÝTT: Hátíðinni er frestað og stefnt á að halda hana eftir viku.