Þá er komið að félagsfundi SFÍ, hann verður eftir viku eða þann 13. maí á Sandskeiði. Félagar vinsamlegast takið sérstaklega eftir að við ætlum að byrja snemma og tímanlega sem er klukkan 19:30.
Dagskrá:
1. Gjaldskrá SFÍ 2014
2. Flugöryggismál
3. Breytingar á loftrýmisskipulagi kringum Sandskeið
4. Flugréttindindi svifflugmanna
5. Starfsemi sumarsins:
 Flugdagur á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 24. maí
 Flugstarfsemi hjá SFÍ
 Annað um starfsemi sumarsins
6. Önnur mál
Stjórnin


 
    
    
