Félagsfundur verður þriðjudaginn 2. október á Sandskeiði og hefst 
hann kl. 20.10. Á dagskránni er m.a. frásögn og myndasýning af svifflugi nokkurra pilta í Pireneafjöllum á Spáni fyrir viku.
Nú eru haustverkin að hefjast. Um helgina verða teknar saman svifflugurnar ásamt því að tekið 
verður á móti fyrstu vetrargeymsluhlutunum. Væntum þess að 
einkavélarnar fari allar í vagn um helgina.
Þá verður hægt að fljúga eitthvað á félagsvélum ef veður leyfir en 
þær verða síðan teknar saman um næstu helgi.
Kveðja,
Kristján
 
    
    
