Félagsfundur 3. apríl

Kynningarfundur um nýja ATO-kennsluhandbók verður haldinn fyrir félaga í Svifflugfélagi Íslands 3. apríl kl. 20.00. Þessi félagsfundur SFÍ er dálítið óvenjulegur að því leyti að við höldum þennan félagsfund í Klúbbhúsinu á Tungubökkum í Mosó.

Okkur er gert að fara eftir nýjum evrópureglum um flugkennslu og höfum við ákveðið að sækja um alhliða kennsluleyfi. SFÍ stofnaði teymi sem Þórhildur Ída leiðir sem verkefnastjóri en í teyminu sitja Ásgeir H. Bjarnason, Kristján Sveinbjörnsson, Orri Eiríksson, Sigurjón Valsson og Skúli A. Sigurðarson.

Við viljum sjá sem flesta félaga á kynningunni.

Stjórnin