Geitamelur 2017

Föstudaginn 14. júlí fréttist af Baldri staðarhaldara að slá brautirnar á Geitamel. Það er gert í því skyni að þær verði klárar fyrir svifflugútilegu sem stefnt er að um næstu helgi, um 22. júlí. Auðvitað er bráðskemmtilegt að fljúga hringinn í kringum Vífilsfellið en það er líka mjög upplífgandi að breyta aðeins til og kanna nýjar slóðir. Þetta er þriðja árið í röð sem við förum í útilegu á Geitamel og tókst mjög til til í síðustu tvö skipti. Við vonumst til að sem flestir taki þátt og reynum að fara með flota sem hæfir þáttöku.

Um leið er rétt að segja frá því að flugskráin til dagsins í dag er komin hér á vefinn ásamt skuldastöðu frá því í byrjun júní. Nú er bara að vona að þessar upplýsingar verði úreltar sem fyrst, með miklu flugi og greiðslu skulda.