Það er orðið skelfilega langt síðan að Íslandsmót í  svifflugi hefur verið haldið. Það gerist heldur ekki í sumar, því miður. Hins  vegar ætlar svifflugnefnd FMÍ að gangast fyrir svifflugútilegu á Geitamel,  helgina 11 og 12 júlí, sem hægt er að teygja fram eða aftur eftir því sem  viðrar. Hugmyndin er að setja verkefni fyrir hvern dag, alveg eins og á  Íslandsmóti, en svo geta menn flogið eftir eigin höfði sem það  vilja.
mbk
Hólmgeir
         
     
    
    
