Að morgni þriðjudagsins 8. maí verður haldinn pólitískur  fundur um almannaflug á vegum Flugmálafélagsins. Almannaflug er allt flug nema atvinnuflug. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna ásamt öðrum aðilum er tengjast flugi  munu hafa framsögu og svara fyrirspurnum. Fundurinn verður haldinn í flugskýli Geirfugls í Fluggörðum og hefst  hann kl. 08.30
 
    
    
